Litningarannsókn án inngrips (NIPT)

Hjá Livio getum við nú boðið upp á litningarannsókn án inngrips (NIPT: Non-invasive prenatal testing) frá 10. viku meðgöngu.

Prófið er fósturgreiningarpróf og segir til um líkur á litningafrávikum fósturs. Tekin er blóðprufa úr móður og því engin aukin áhætta fyrir fóstrið.

Skoðaðir eru litningar 13, 18 og 21 ásamt kynlitningum. Ef í ljós kemur litningafrávik er vísað áfram á LSH þar sem frekari greining og ráðgjöf fer fram.

Blóðsýnin eru send á erfðafræðirannsóknastofu á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Niðurstöður fást innan 10 daga. Starfsfólk Livio hefur hlotið þjálfun hjá Karolinska sjúkrahúsinu.

Nánar má lesa um litningarannsókn án inngrips hér. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á netfangið nipt@livio.is og við höfum samband.