Að gefa sæði

Í einstaka tilfellum vill karlmaður gefa ákveðinni konu sæðisskammta til notkunar í frjóvgunarmeðferð.

Sæðisfrumugjöf getur annað hvort verið nafnlaus eða undir nafni og ráða þá óskir bæði sæðisfrumugjafa og sæðisfrumuþega.

Áður en sæðisfrumugjöf verður þarf að bóka viðtal hjá lækni. Í viðtalinu er farið ítarlega yfir heilsufars- og fjölskyldusögu og í hverju kynfrumugjöf er fólgin. Eftir viðtalið þarf að fara í sæðisrannsókn til þess að kanna hvort að sæðissýnið sé gott og blóðprufur til þess að útiloka HIV og lifrabólgu. 

Ef allt er í lagi með sæðisfrumugjafann þá er sýni tekið og fryst í nokkrum skömmtum. Geyma þarf sýnið í frysti í 6 mánuði fyrir notkun. Þá eru blóðprufur, HIV og lifrarbólga, endurteknar. Ef blóðprufurnar koma vel út má nota sæðisfrumurnar.

Áður en meðferð hefst þarf væntanlegur sæðisfrumugjafi og sæðisfrumuþegi að fara í viðtal hjá félagsráðgjafa. 

Sæðisfrumur sem eru fyrstar eru eingöngu hægt að nota í tæknisæðingu eða í smásjárfrjóvgun (ICSI).