IVF leiðavísir

Hér að neðan eru útskýringar á helstu orðum og hugtökum hvað varðar ófrjósemi og meðferðir.

Tæknisæðing

Tæknisæðing er hægt að gera annað hvort með sæði maka eða með gjafasæði. Þessi meðferð getur t.d. hentað pörum sem geta ekki haft samfarir af einhverjum orsökum. Gjafasæðismeðferðir henta pörum þar sem maðurinn framleiðir ekki sæði sem og einhleypum konum og samkynhneigðum. Fylgst er með að konan hafi egglos, annað hvort í náttúrulegum tíðahring eða eftir væga örvun eggjastokkanna. Sæðinu er síðan komið fyrir í legholinu, sprautað þangað inn gegnum mjóðan plastlegg sem færður er inn í legið gegnum leghálsinn.

AMH (anti Müllerian hormon)

Hormón sem er framleitt í agnarsmáum eggbúum í eggjastokkunum. Vísindarannsóknir hafa sýnt að styrkur AMH í blóði gefur vísbendingu um fjölda eggja í eggjastokkunum (eggjaforðann). Yngri konur hafa oftast fleiri egg og þar með hærra AMH gildi. Þetta er mikilvægt gildi að mæla þegar frjósemi er metin og hjálplegt við ráðgjöf um val á meðferð.

Tæknifrjóvgun

Samnefnari fyrir þær mismunandi meðferðir sem í boði eru. Annars vegar meðhöndlast bara sæðisfrumurnar utan líkamans (tæknisæðing) en hins vegar bæði eggin og sæðisfrumurnar (IVF og ICSI).

Azoospermia

Sæðisvökvi án sæðisfrumna. Annað hvort vegna skorts á framleiðslu þeirra eða vegna hindrunar á leið þeirra út úr líkamanum.

Kímblöðruræktun

Þegar fósturvísarnir eru ræktaðir í 5-6 daga áður en þeir eru settir aftur inn í legið.  Þá hafa þeir náð svokölluðu kímblöðrustigi og eru oðnir 150-200 frumur. Þetta er nú orðin vel þekkt aðferð og fleiri og fleiri rannsóknir sýna jafngóðar líkur, ef ekki betri, á þungun og við hefðbundna ræktun í 2-3 daga.

Fósturfærsla

Þegar fósturvísir (frjóvgað egg) er sett til baka í leg eftir IVF eða ICSI meðferð lætur læknirinn grannan legg gegnum leghálsinn. Starfsmaður á rannsóknarstofunni dregur svo fósturvísinn upp í annan enn grennri legg sem er svo færður í gegnum legginn í leghálsinum og inn í legið.

Frysting fósturvísa

Fleiri en einn góður fósturvísir getur komið út úr meðferð. Góðir umfram fósturvísar sem ekki eru notaðir í meðferðinni eru frystir. Ef konan verður ekki þunguð eftir uppsetningu á ferska fósturvísinum er hægt að þíða einn af frystu fósturvísunum og setja upp í legið annað hvort í náttúrulegum tíðahring eða eftir væga hormónagjöf. Hægt er að frysta fósturvísa á degi 5-6 þegar þeir hafa náð kímblöðru stigi. Samkvæmt íslenskum lögum má geyma frysta fósturvísa í 10 ár að hámarki.

Aðferð við frystingu fósturvísa

Eingöngu verður notast við aðferð sem felur í sér að fósturvísirinn er snögg frystur eða glerjaður. Frystingin gerist það snöggt að ekki myndast kristallar í umfryminu heldur storknar það líkt og gler. Þessi aðferð kallast „glerjun“(vitrification). Hver fósturvísir er geymdur í litlu sérmerktu strái í tönkum með fljótandi köfnunarefni.

Örvun með hormónum

Við egglostruflanir er hægt að örva egglos með því að gefa töflur (Pergotime/Letrozole/Femar) eða með sprautulyfjum. Gerðar eru ómskoðanir eða hormónamælingar til að ganga úr skugga um að egglos hafi orðið.

ICSI (Intracytoplasmic sperminjection)

ICSI eða smásjárfrjóvgun er meðferðarform sem er notað þegar sæðissýnið uppfyllir ekki skilyrði, um fjölda sæðisfrumna og hreyfanleika. Við smásjárfrjóvgun er frjógvað undir smásjá með því að koma einni sæðisfrumu fyrir inn í egginu. Þetta er gert með hárfínni gler pípettu.

IVF (In Vitro Fertilization)

Þetta er kjarninn í tæknifrjóvgun og nefnist hefðbundin glasafrjóvgun. Þessi aðferð er notuð þegar ástæða ófrjóseminnar er hjá konu, karli eða óskýrð. Konan er örvuð með hormónalyfjum þannig að fleiri egg þroskast en í venjulegum tíðarhring. Eggin eru síðan tekin með hjálp ómskoðunar um leggöng. Egg og sæði er síðan blandað saman í ræktunardisk til þess að fá frjóvgun. Eftir að frjóvgað egg hefur verið ræktað í 2-5 daga er fósturvísirinn settur til baka í leg konunar.

Til þess að fá sem mesta möguleika út úr IVF meðferð eru konu gefin hormón. Hormónin láta eggjastokkana framleiða fleiri egg en gerist í venjulegum tíðarhring. Konan þarf að spratua þessum hormónum í líkama sinn á hverjum degi í nokkra daga. Tvær leiðir eru notaðar við hormónagjöf. Antagonistameðferð sem er stutt hormónameðferð og Agonistameðferð sem er löng hormónameðferð en þá þarf að taka inn nefsprey í 2 vikur, sem slekkur á hormónastarfsemi líkamans.

PESA (Percutaneous Epididymal Sperm Aspiration) 

Ef það eru engar sæðisfrumur í sæðisvökvanum, gætu sæðisrásirnar hafa lokast, t.d. eftir sýkingu eða sterilisation. Þá er sæðisvökvi sóttur með fínnri nál í eistnalyppuna. Aðgerðin er framkvæmd í staðdeyfingu.

Prógesterón 

Progestin er hormón sem framleitt er í gulbúi og gerir slímhúð legsins meira móttækilegt fyrir fósturvísinn.

TESA (Testicular Sperm Aspiration)

Þegar það eru engar sæðisfrumur í sæðisvökva mannsins er oft hægt að sækja frumur með því að taka lítið vefjasýni frá eistum. Þetta er gert í staðdeyfingu.

TESE (Testicular Sperm Extraction)

Sjá TESA. í sumum tilfellum þarf að taka stærri vefjabita úr eistunum til þess að hafa meiri möguleika á að finna sæðisfrumur. Þessi að aðgerð er einning gerð í staðdeyfingu.

Rannsóknir

Við byrjum á því að hitta þig og maka þinn ef við á til þess að finna orsakir fyrir því að þungun hafi ekki orðið. Hormónagildi konunar er mælt. Leg, eggjaleiðarar og eggjastokkar eru ómskoðaðir til þess að sjá hvort konan hafi egglos. Sæðissýni frá manni er skoðað og greint. Út frá þessum niðurstöðum er tekin ákvörðun um hvaða meðferð sé vænlegust til árangurs.

Gjafasæði

Ef orskök ófrjósemi hjónanna er vegna þess að maðurinn hefur ekki sæðisfrumur í sæðisvökvanum þá er hægt að nota gjafasæði. Þá verða eggin frjóvguð með gjafsæði og fósturvísi komið fyrir í legi konunar. Gjafasæði er líka notað fyrir lesbíur og konur sem eru einar í meðferð.

Gjafaegg

Ef orskök ófrjósemi er eggjavandamál, t.d. kona örvast ekki, of fá egg, fósturvísar fá ekki góða einnkun og margar árangurslausar glasafrjóvganir. Þá getur gjafaegg verið góður möguleiki á þungun.  Þá er gjafaegg frjóvgað með sæði eiginmanns eða með gjafasæði og fósturvísinum komið fyrir í leginu nokkrum dögum síðar.

Frysting eggja til seinni nota

Þá eru ófrjóvguð egg fryst fyrir konur sem hafa valið sér að fresta barneignum um óákveðin tíma eða fyrir konur sem fyrirhugað er að gangist undir meðferð sem hefur áhrif á frjósemi.