Mat á ófrjósemi

„Af hverju verð ég ekki ófrísk?“ Það er mismunandi hversu langur tími líður áður en fólk fer að hafa af þessu áhyggjur, að eitthvað hljóti að vera í vegi fyrir því að þetta gangi upp.  Þegar áhyggjurnar láta á sér kræla er flestum mikilvægt að svör fáist sem allra fyrst.

Mat á ófrjósemi

Mat á ófrjósemi hefur tvö markmið.  Fyrst og fremst er að kortleggja vandamálið og finna út úr því hvað og hvort eitthvað sé að.  Því næst þarf að ráðleggja um hvað hægt sé að gera til að greiða úr vandamálunum og hjálpa skjólstæðingum að ná markmiði sínu þ.e. að eignast barn. Mikilvægt er að matið sjálft og ráðgjöfin í kjölfarið taki ekki lengri tíma en nauðsyn krefur. Því leggjum við áherslu á að mat, skoðun og rannsóknir gangi sem hraðast fyrir sig.

Ferlið, skref fyrir skref.

Fyrst er að bóka tíma hjá einhverjum af læknunum okkar í fyrsta viðtal.  Yfirleitt þarf að byrja á að taka blóðprufur og skila sæðisprufu.  Fyrir fyrstu viðtalið fyllir skjólstæðingur út eyðublað með upplýsingum um almennt heilsufar sem nýtist svo áfram í ferlinu. Heilsufarsskýrsluna má finna á síðunni undir eyðublöð.

Prufurnar eru rannsakaður og svo kemur parið til fundar við lækninn.  Saman er þá farið yfir niðurstöður úr blóðprufum og sæðisrannsókn ef við á.  Á þessum tímapunkti er einnig gerð kvenskoðun. Gerð er skoðun með leggangasónar þar sem læknirinn metur leg og eggjastokka konunnar.  Út frá bæði rannsóknum, heilsufarssögu og skoðun leggur læknirinn svo mat á frjósemina og hvernig framhaldinu skuli háttað.

Útfrá niðurstöðum sem þá þegar liggja fyrir og óskum parsins er tekin ákvörðun um hvort fleiri rannsókna sé þörf á legi og eggjaleiðurum. Hægt er að rannsaka leg og eggjaleiðara nánar með aðferð sem kallast HSG (hysterosalpingugram).  Sumum konum er ráðlagt að fara í kviðarholsspeglun sem auðveldar mat á legi, eggjaleiðurum og eggjastokkum. Orsakirnar fyrir því að þungun hafi ekki orðið fá finna í um þriðjungi tilfella hjá konunni og í um þriðjungi tilfella hjá manninum.  Það geta legið ástæður að baki hjá báðum.  Í um tæplega þriðjungi tilfella finnast ekki ástæður ófrjóseminnar.

Mat á ófrjósemi – konur

Það eru margvíslegar ástæður fyrir því að þungun hefur ekki orðið:

  • sjaldan eða aldrei egglos
  • óeðlilegir eggjaleiðarar
  • minnkaður eggjaforði
  • meðfæddir gallar á legi
  • slæmt legslímuflakk
  • þyngd yfir eða undir kjörþyngd

Fyrir konur 41 árs og eldri er mat á eggjaforða mikilvægasta rannsóknin.  Ástæðan er sú að margar konur á þessum aldri hafa ekki lengur egg sem geta frjóvgast jafnvel þótt að þær hafi ennþá regluleg egglos.  Í þeim tilfellum eru ekki ráðlagðar frjósemismeðferðir með eigin eggjum þar sem ekki er mögulegt að auka líkurnar á þungun umfram náttúrulega aðferðir jafnvel þótt nýjustu meðferðarúrræðum sé beitt.

Mat á ófrjósemi – karlmenn

Ófrjósemi karlmanna getur orsakast af minnkaðri framleiðslu sáðfrumna, of litlum hreyfanleika frumnanna eða þá að leið frumnanna úr eistunum og úr líkamanum er lokuð. Ef engar sáðfrumur er að finna í sæðisvökvanum kallast það azoospermia.

Við mat á ófrjósemi þarf alltaf að gera sæðisrannsókn.  Prufan er skoðuð m.t.t. fjölda frumna og hreyfanleika þeirra.  Ef ekki eru neinar frumur í sýninu verður að leita annrra leiða til að finna frumurnar.  Ef grunur er um að einhver hindrun sé á leið frumnanna úr eistunum er reynt að ná þeim beint frá eistunum gegnum nál.

Inngripið er gert í staðdeyfingu og getur t.d. gagnast mönnum sem áður hafa farið í ófrjósemisaðgerðir eða eru með azoospermiu af völdum mænuskaða eða sjúkdóma.  Þegar sáðfrumur finnast með þessum hætti er hægt að nota þær við smásjárfrjóvgun.