Ófrjósemi

Þegar par hefur reynt að eignast barn í eitt ár eða meira án þess að þungun hafi orðið fellur það undir skilgreininguna á ófrjósemi. Sjötta hvert par er í þessum sporum einhvern tíma. Skýringuna á ófrjóseminni má finna í um þriðjungi tilfella hjá konunni, þriðjungi tilfella hjá manninum og þriðjungi tilfella er hún óútskýrð.

Skýringar á ófrjósemi kvenna geta t.d. verið:

  • lokaðir eggjaleiðarar
  • legslímuflakk
  • egglosunarvandamál

Skýringar á ófrjósemi karlmanna geta t.d. verið:

  • lækkuð sæðistala
  • lokaðar sáðrásir
  • hormónatruflanir
  • ónæmisfræðilegir þættir (mótefni gegn eigin sáðfrumum)

Aldur ásamt áhrifum lífsstíls svo sem yfirvikt, undirvikt, stress, reykingar og áfengi hafa líka áhrif. Stundum finnast ekki ástæður ófrjóseminnar og er þá talað um óútskýrða ófrjósemi.