Að taka sæðissýni

• Bókaðu tíma á Livio í síma 430 4000.

• Farðu sem leið liggur að rannsóknastofunni (fylgdu merkingum/sæðisfrumunum á veggjunum). Þú þarft sjálfur að skila sæðissýninu og framvísa skilríkjum. 

• Ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu getur þú búið til sýnið heima og skilað því til okkar milli kl. 08:00 og 09:00.

• Ef þú velur að búa til prófið á Livio er völ á sérstöku ”herraherbergi”. Stundum getur þurft að bíða í nokkra stund eftir að herbergið verði laust.

• Það er mikilvægt að viðhafa hreinlæti áður en sýnið er búið til. Þvoðu liminn með sápu og vatni daginn áður en bara með vatni sama dag sem sýnið er búið til. Það er mikilvægt að hafa einnig sáðlát minnst tveimur dögum áður en sýnið er tekið. Einungis má nota þvagprufudós sem hægt er að kaupa í næsta apóteki.

Þú ert sjálfur ábyrgur fyrir því að ílátið sé merkt með nafni þínu og kennitölu. Ekki er tekið á móti ómerktum ílátum.

Eyðublað fyrir skil á sæðissýni