Kórónaveira/Covid-19

12 mar 2020

Uppfært 25. mars 2020.

Mikilvægar upplýsingar fyrir skjólstæðinga okkar vegna Covid-19

Því miður hafa takmarkanir þær sem Sóttvarnalæknir og Heilbrigðisráðherra settu um helgina mikil áhrif á starfsemi okkar. Við þurfum tímabundið að draga saman allar meðferðir okkar þar sem þær fela í sér ífarandi inngrip og náin samskipti. Það er samfélagsleg skylda okkar að taka þátt í því að minnka álag á heilbrigðiskerfið og að minnka smithættu. Þessar takmarkanir gilda frá 23. mars til 31. maí 2020. Við bendum ykkur á að fylgjast með á heimasíðu okkar, Instagram og Fésbókinni því á þessu geta orðið breytingar.

Ekki verður hægt að koma í eftirtaldar meðferðir á tímabilinu:

  • Glasafrjóvgun.
  • Uppsetningu á frystum fósturvísum.
  • Tæknisæðingu.
  • Almenna sæðisrannsókn.
  • Félagslega eggfrystingu.

Sú þjónusta sem við munum veita:

  • Þungunarsónar, eftir meðferð hjá Livio.
  • Litningarannsókn án inngrips (NIPT).
  • Framhaldsviðtal m/símtali.
  • Egg- og sæðisfrystingu vegna krabbameina/alvarlegra sjúkdóma.
  • Hægt er að panta gjafasæði frá European Sperm Bank. Sending mun hins vegar ekki koma til okkar fyrr en við getum hafið meðferðir að nýju.

Vegna þessara takmarkana verðum við með skerta viðveru. Því geta liðið allt að tveir dagar áður en tölvupósti er svarað. Ef spurningar vakna má alltaf leita til okkar með því að senda okkur tölvupóst á netfangið: reykjavik@livio.is

Kær kveðja frá starfsfólki Livio og munið að við erum öll almannavarnir!