Þóknun fyrir gjöfina
Þú færð þóknun fyrir hverja samþykkta gjöf. Þóknunin er hugsuð til að koma til móts við kostnað og álag, svo sem ferðakostnað og fjarveru frá vinnu. Lög kveða á um að líffæra- og vefjagjafir skuli ævinlega vera fyrst og fremst í velgjörðarskyni. Þess vegna skal líta á eggjagjöf sem gjöf, fúslega veitta, til viðtakandans. Eggjagjafar fá greiðslu sem nemur 150.000 krónum fyrir hverja samþykkta gjöf.