Hvernig gengur þetta fyrir sig?
Fyrsta skrefið er að fylla út heilsufarssögu sem gert er rafrænt hér. Þegar við höfum fengið heilsufarssöguna í hendurnar munum við vera í sambandi við þig, annaðhvort símleiðis eða með tölvupósti með framhaldið.
Til að geta orðið eggjagjafi þarft þú að:
- Vera heilsuhraust og ekki hafa þekkta arfgenga sjúkdóma í fjölskyldunni
- Vera 23 til 35 ár
- Vera með BMI-stuðul (Body Mass Index) undir 32
- Vera reyklaus og ekki taka í vörina
Ef heilsufarssaga kemur vel út munum við hafa samband við þig símleiðis og fara yfir heilsufarssögu þína í sameiningu, auk þess sem umsóknarferli er útskýrt og farið yfir sérstöðu þess að vera gjafi á Íslandi. Ef samtalið verður gerð beiðni í blóðprufu fyrir þig þar sem við athugum frjósemishormón hjá þér ásamt því að skima fyrir smitsjúkdómum á borð við HIV og lifrarbólgu.
Þegar niðurstöður úr blóðprufu liggja fyrir munum við hafa samband og upplýsa þig um niðurstöður ásamt því að bóka þig í læknisskoðun og viðtal hjá félagsráðgjafa.
Eftir samþykkta læknisskoðun og viðtal með félagsráðgjafa ert þú boðuð í frekari blóðrannsókn þar sem skoðaðir verða litningar og gen hjá þér, ásamt því að skimað er fyrir klamydiu og lekanda.
Þegar allar niðurstöður liggja fyrir færð þú tilkynningu um hvort þú sért samþykkt sem gjafi eður ei. Ef þú ert samþykkt sem eggjagjafi mun hjúkrunarfræðingur á vegum Livio Reykjavík vera í sambandi við þig varðandi skipulag á sjálfri gjöfinni.
Lestu meira um hormónaörvun og eggheimtu hér.
Eggjagjafar fá greiðslu sem nemur 150.000 krónum fyrir hverja samþykkta gjöf.
Ferlið í stuttu máli
- Senda heilsufarskýrslu
- Símtal, tilvísun send vegna blóðprufu
- Blóðprufa tekin til að meta frjósemi
- Læknisskoðun
- Viðtal við félagsráðgjafa
- Blóðprufa fyrir frekari rannsóknir (t.d. erfðarannsókn og blóðflokkagreining)
- Tími fyrir örvun bókaður
- Gjöf fer fram