Hvernig gengur þetta fyrir sig?

Fyrsta skrefið er að fylla út umsóknareyðublaðið sem er á heimasíðunni. Ef þú hefur einhverjar spurningar áður en þú sækir um, notaðu þá samskiptaeyðublaðið þar sem þú getur skilið eftir símanúmer og tíma sem hentar þér að við höfum samband.

Til að geta orðið eggjagjafi þarft þú að:

 • Vera heilsuhraust og ekki hafa þekkta arfgenga sjúkdóma í fjölskyldunni
 • Vera 23 til 35 ára
 • Æskilegt er að þú hafir fætt eigið barn, en það er ekki krafa
 • Vera með BMI-stuðul (Body Mass Index) undir 32 (hér getur þú reiknað út BMI-stuðulinn þinn)
 • Vera reyklaus

Þegar þú hefur fyllt út umsóknareyðublaðið ásamt heilsufarsskýrslu munum við hafa samband og upplýsa þig betur um ferlið. Þú færð tilvísun í blóðsýnatöku sem þú getur tekið á einhverjum af rannsóknarstofum Sameindar.

Við höfum svo samband við þig innan tveggja vikna til að upplýsa þig um niðurstöðu blóðsýnatökunnar. Ef heilsufarið og blóðprófið er í lagi þá verður þú boðuð í læknisskoðun og viðtal hjá félagsráðgjafa.

Lestu meira um hormónaörvun og eggheimtu hér.

Eggjagjafar fá greiðslu sem nemur 150.000 krónum fyrir hverja samþykkta gjöf.

Ferlið í stuttu máli

 • Fylla út umsókn, senda heilsufarskýrslu
 • Símtal, tilvísun send vegna blóðprófs
 • Blóðsýni tekið
 • Læknisskoðun
 • Viðtal við félagsráðgjafa
 • Tími fyrir eggheimtu bókaður
 • Gjöf fer fram