Vefnámskeið – Dr. Snorri Einarsson
Glasafrjóvgun (IVF) – Kynning
Miðvikudaginn 27. nóvember klukkan 19:30 – 20:30
Vefnámskeiðið okkar er afar hjálplegt hvort sem þú ert nýfarin(n)að hugsa um glasafrjóvgunarmeðferð (IVF meðferð) eða tilbúin að hefja ferlið.
Námskeiðið gefur þér ítarlegar upplýsingar um ferlið og hjálpar þér að öðlast skilning á hvernig við getum stutt þig til að láta drauminn um fjölskyldu verða að veruleika. Jafnframt hjálpar námskeiðið þér að takast á við tilfinningalegt og líkamlegt álag sem glasafrjóvgun getur haft í för með sér.
Undir stjórn yfirlæknis Livio Reykjavík, Dr. Snorri Einarsson. Þetta vefnámskeið býður þér einstakt tækifæri til að fá svör við öllum þínum spurningum. Námskeiðið veitir þér innsýn í meðal annars:
- Hvað felst í glasafrjóvgunarmeðferð (IVF-meðferð)
- Hvernig lítur meðferðin út frá upphafi til enda.
- Við hverju er hægt að búast í fyrstu heimsóknum þínum.
- Ráð um hvernig er best að undirbúa sig fyrir upphaf meðferðar.
- Tími þar sem Dr. Snorri Einarsson mun svara spurningum. Takmarkaður fjöldi sæta er í boði, endilega skráðu þig.
Endilega sendið okkur spurningar fyrir kynninguna press@livio.se