Byrjum nýtt ár á gleðifréttum

10 Jan 2025

Nýlega tók í gildi reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir á Íslandi. Reglugerð þessi tekur til glasafrjóvgunar (IVF), smásjárfrjóvgunar (ICSI) og tæknisæðingar (IUI).

Endurgreiðsla sjúkratrygginga er sem hér segir:

 

Almennt: 

1. Meðferð (IVF, ICSI, IUI): allt að 150.000 kr.

2.-4. Meðferð (IVF, ICSI, IUI): allt að 400.000 kr.

 

Meðferð vegna illkynja sjúkdóms (Yfirvofandi ófrjósemisvandamál):

1.-4. Meðferð (IVF, ICSI, IUI): allt að 400.000 kr.

Eggheimta ásamt glasafrjóvgun (IVF/ICSI) og frystingu fósturvísa: allt að 300.000 kr.

Uppsetning á frystum fósturvísi: allt að 100.000 kr.*

Eggfrysting: allt að 250.000 kr.

Þíðing eggja, frjóvgun og uppsetning á fósturvísi: allt að 200.000 kr.*

Ástunga á eista (TESA): allt að 85.000 kr.

Sæðisfrysting: allt að 25.000 kr.

Geymslugjald á frystum kynfrumum/fósturvísum: allt að 25.000 kr./ári 

 

*Athugið að Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiðir einungis 1 skipti