Haustfundur Livio

10 Sep 2025

Haustfundur Livio var haldin 2. september sl. Fundurinn var haldinn í samstarfi við Ferring.

Snorri Einarsson yfirlæknir, Livio Reykjavíkur, var með fyrirlestur um áhrif GLP1-agonista á frjósemi. Einnig fengum við góða gesti frá Danmörku sem eru leiðandi í meðferðum og rannsóknum í frjósemi á Norðurlöndunum. Anja Pinborg, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, klínískur prófessor við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn, sagði okkur frá því sem er að gerast í frjósemisráðgjöf og meðferðum þar í landi og Kristine Løssl, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, klínískur lektor við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn fór yfir það nýjasta varðandi litningarannsóknir á fósturvísum (PGT-A).

Þetta er annað árið í röð sem Livio heldur haustfund í samstarfi við Ferring.