Fyrsta viðtal
Fyrsta viðtal fyrir meðferð
Í fyrsta viðtali fer læknir í gegnum niðurstöður úr blóðprufum og sæðisrannsókn (ef við á) sem þurfa að liggja fyrir við fyrsta viðtal. Livio stofnar beiðni fyrir blóðrannsókn og gefur tíma í sæðisrannsókn. Skjólstæðingur fær senda heilsufarsskýrslu sem fylla þarf út fyrir tímann og að auki upplýsingar um næstu skref. Í fyrsta viðtalinu er einnig gerð kvenskoðun þar sem læknir metur leg og eggjastokka.
Út frá heilsufarssögu og niðurstöðum rannsókna leggur læknir mat á frjósemi, hvort þörf sé á frekari rannsóknum og ákveður hvernig framhaldinu skuli háttað.
Gott er að koma vel undirbúinn, spyrja spurninga og ef einhver óvissa ríkir eftir viðtalið þá endilega hafið samband.
Undir eyðublöð hér á síðunni má nálgast heilsufarsskýrsluna og eyðublað fyrir sæðisrannsókn.
Vinsamlegast athugið að samkvæmt lögum um tæknifrjóvganir þurfa pör sem fara í tæknifrjóvgun að vera í skráðri sambúð eða gift. Hjá Þjóðskrá Íslands er hægt að breyta hjúskaparstöðu.