Ástunga á eista – TESA
TESA er skammstöfun sem stendur fyrir ,,testicular sperm aspiration“. Gerð er ástunga á eista með nál eða tekið vefjasýni. Þetta er gert þegar sáðfrumur er ekki að finna í sæðisvökvanum en líklegt er að þær séu til staðar í eistanu sjálfu.
Inngripið hentar bæði mönnum sem hafa áður farið í ófrjósemisaðgerð sem og mörgum þeirra sem ekki hafa sáðfrumur í sæðisvökvanum af öðrum ástæðum. Fyrir fyrrnefnda hópinn eru líkur á að ná sáðfrumum með þessum hætti afar góðar en árangur misjafn hjá síðarnefnda hópnum.
Sáðfrumur sem nást með ástungu á eista er einungis hægt að nota í smásjárfrjóvgun (ICSI).