Sæðisrannsókn

Við mat á ófrjósemi þarf alltaf að gera sæðisrannsókn. Prufan er skoðuð m.t.t. fjölda frumna og hreyfanleika þeirra.

Bóka þarf tíma fyrirfram í síma 430-4000.

Mikilvægt er að huga að eftirfarandi þegar sýnið er tekið:

  • Æskilegt er að þegar sýnið er búið til séu tveir sólarhringar frá síðasta sáðláti.
  • Það er mikilvægt að viðhafa hreinlæti þegar sýnið er tekið. Liminn skal þvo með sápu og vatni daginn áður en bara með vatni sama dag.
  • Sýni skal skilað í þvagprufudós sem hægt er að kaupa í apóteki.
  • Sýnið má ekki vera eldra en klukkutíma gamalt og gott er að halda því volgu á leiðinni. Hægt er að búa til sýnið á staðnum fyrir þá sem það þurfa.
  • Merkja þarf sýnaglasið með nafni og kennitölu, fylla út spurningalista og sýna gild skilríki þegar sýninu er skilað.
  • Niðurstaða rannsóknarinnar er send á tilvísandi lækni.

Undir eyðublöð hér á síðunni má nálgast leiðbeiningar og eyðublað fyrir skil á sæðissýni.