Rannsóknastofa
Við vonum að allir sem njóta þjónustu okkar finni að við leggjum okkur öll fram um að ná besta árangri. Við munum rækta fósturvísa lengur en áður hefur tíðkast hér á landi og þar með gefa öllum fósturvísum sem besta möguleika til þess verða að nýju lífi. Fósturvísar verða því ræktaðir allt fram að degi fimm til sex. Þið komið til með að hitta starfsmenn rannsóknastofu við eggheimtu og fósturfærslu.