Framþróun

Við tökum þátt í rannsóknarverkefnum í samstarfi við háskóla, rannsóknarstofnanir og aðrar deildir innan samsteypunnar og gætum því óskað eftir þátttöku skjólstæðinga.  Í þessum verkefnum er leitast við að leysa vandamál og svara spurningum tengdum frjósemi og ófrjósemi.  Markmið  rannsóknanna er að finna leiðir og lausnir sem auðvelda meðferðir og bæta árangur.

Sem stendur erum við þátttakendur í stórri rannsókn um notkun hikmyndatækni. Markmið rannsóknarinnar er að komast að því hvort notkun hikmyndatækni geti auðveldað ákvörðun um hvaða fósturvísar séu líklegastir til að leiða til þungunar við glasafrjóvgun samanborið við hefðbundið mat fósturfræðinga.