Við hjá Livio bjóðum upp á meðferðir í hæsta gæðaflokki og með árangri eins og best þekkist í heiminum. Við bjóðum sannreynd meðferðarúrræði og notumst ávallt við nýjustu tækni. Í apríl byrjaði Livio Reykjavík að innleiða rafræna auðkenningu með IMT Matcher (electronic witnessing system). Livio Reykjavík er númer tvö í röð frjómsemisstofa innan Livio samsteypunnar til þess að innleiða þetta rafræna auðkenningarkerfi.
Megin markmið rafrænnar auðkenningar er að minnka líkur á að mannleg mistök eigi sér stað við meðhöndlun kynfruma (sæðis og eggja) og fósturvísa.
Hvað er rafræn auðkenning – og hvers vegna skiptir það máli?
Hjá Livio er öryggi þitt og traust í forgangi – sérstaklega þegar kemur að meðhöndlun eggja, sæðis og fósturvísa í tæknifrjóvgun.
Þess vegna notum við rafrænt auðkenningarkerfi sem kallast IMT Matcher.
IMT Matcher er háþróuð tækni sem hjálpar okkur að fylgjast nákvæmlega með og passa upp á hvert skref í frjósemismeðferðinni þinni. Kerfið notar strikamerki og skanna til að ganga úr skugga um að réttar frumur séu alltaf tengdar réttum einstaklingi – þér!
Hvernig virkar þetta?
• Hver skjólstæðingur fær í hendurnar persónulegt auðkennandi strikamerki. Þetta strikamerki er einnig notað til að auðkenna egg, sæði og fósturvísa
• Á öllum stigum meðferðar – frá eggheimtu til frjóvgunar, frystingar og uppsetningar á fósturvísi eru strikamerki skönnuð með IMT Matcher kerfinu
• Verði eitthvað misræmi á milli strikamerkja lætur kerfið starfsfólk okkar strax vita
Notkun á rafrænu tvíeftirliti bætir öryggi á faglegri vinnu fósturfræðinganna okkar og með þessari innleiðingu viljum við einnig veita þér ró og öryggi, vitandi að meðferðin þín er framkvæmd samkvæmt hæstu öryggisstöðlum.
Við sameinum sérþekkingu starfsfólks okkar og tækni – til að tryggja að meðferðin þín sé örugg, persónuleg og nákvæm.